smartmockups_liekf5ht.jpg

Verkþættir

Þú getur skipt málum og verkum upp í verkþætti með einföldum hætti.

Frábært viðmót á verkþætti

Það er einfalt að skipta verki eða máli upp í marga verkþætti.


Margir verkþættir

Þú getur haft eins marga verkþætti og þú vilt, og alltaf bætt við eða lokað eldri þáttum.

Einfalt að skrá

Þú getur skráð allar færslutegundir á verkþætti og séð stöðu hvers þáttar með lifandi hætti.

Röðun þægileg

Þú getur raðað verkþáttum eins og hentar hverju sinni í takt við vinnuferlið í viðkomandi máli eða verki.

 

Áætlanir á hvern verkþátt

Aldrei aftur að fara fram úr áætlun án þess að taka eftir því.


Klukkustundir

Þú getur sett upp áætlun í tímum talið og Manor fylgist með því hversu margir tímar hafi verið skráðir á verkþáttinn og sýnir þér stöðuna

Krónur og aurar

Þú getur líka sett upp áætlun í krónum og Manor fylgist þá með heildartölu þeirra atriða sem búið er að skrá á verkþáttinn.

 

Vinnuskýrslur og reikningar

Þar sem verkþættir eru í notkun skiptast vinnuskýrslur og reikningar upp eftir verkþáttum


Skýr skipting

Vinnuskýrslur skiptast upp eftir verkþáttum ef þeir eru í notkun.

Samtölur

Samtölur á vinnuskýrslu eru teknar saman við hvern verkþátt.

Áætlun sýnileg

Þú getur valið að áætlun hvers verkþáttar sjáist á vinnuskýrslu.

 

Framvinduskýrslur

Vandðar framvinduskýrslur eru aðgnegilegar þar sem verkið er sundurgreint eftir verkþáttum og mánuðum.

 

Góðar leiðbeiningar

Verkþættir eru mjög einfaldir í viðmóti en það eru alltaf góðar leiðbeiningar til taks.

 

Þarftu hjálp?

Ef þú þarft aðstoð við að nýta verkþætti, heyrðu þá í okkur í síma 546-8000.