Vönduð þjónusta
Við höfum þá reglu að alltaf séu 1-2 starfsmenn á vakt í þjónustuveri svo að notendur komi aldrei að tómum kofanum. Því til viðbótar eru 4-6 starfsmenn sem aðstoða þjónustuver ef álag verður mikið. Þjónustuver er vel mannað og sinnir mestri þjónustu á skrifstofutíma.
Bakvakt allan sólarhringinn
Utan skrifstofutíma er bakvakt öllum stundum alla daga ársins. Það þýðir að hvenær sem þú þarft á aðstoð að halda getur þú komist í beint talsamband við sérfræðinga hjá okkur.
Þinn tengiliður
Venjan er sú að sá starfsmaður sem þjónustaði þig við upphaf viðskipta fylgi þér eftir og annast þau mál sem upp koma. Þú getur því kynnst þínum tengiliði vel og gengið að honum vísum þegar kemur að þjónustu.
Gæði í fyrsta sæti
Við stundum virkt eftirlit með gæðum í þjónustu og hringjum reglulega í notendur og könnum hvort þjónusta hafi staðist væntingar og hvort eitthvað megi bæta.
Þjónustuver
Opið 09-17 alla virka daga.
Bakvakt alltaf utan þess tíma.
Tölvupóstur
Öllum bréfum er svarað samdægurs eða næsta virka dag.
Facebook skilaboð
Þjónustuverið svarar skilaboðum á Facebook á öllum tímum sólarhringsins.