Verkfræðileg nálgun
Manor vinnur að eiginleikum fyrir verkfræðistofur sem auka tekjur og lækka kostnað.
Auknar tekjur
Tekjuskráning tekur stakkaskiptum sem skilar sér í aukinni sölu án þess að verkefnum fjölgi.
Lægri kostnaður
Verkefnum í bókhaldi fækkar verulega með tilkomu Manor og samtenginga við önnur kerfi.
Rammasamningar innbyggðir
Manor hefur hannað og útfært sérstaka virkni í verðskipulagi og útskuldun sem skilur eðli rammasamninga sem ná yfir verkfræðileg verkefni. Einfalt og þægilegt er því að skrá tekjur, reikningsfæra og greina gögn sem varða rammasamninga innan Manor.
Nákvæmt utanumhald rammasamninga tryggir að útskuldun og tekjuskráning er á forsendum rammasamnings sem tryggir rétta og tímanlega öflun tekna með lágmarks tilkostnaði í reikningagerð.
Verkþættir áætlaðir í tímum og krónum
Verk geta skipst upp í fjölda verkþátta þar sem hver þáttur hefur áætlun í tímum eða krónum. Manor heldur utan um þessi atriði og greinir framgang og vaktar efri mörk svo að stjórnendur og notendur geti tekið réttar ákvarðanir tímanlega.
Manor eykur eykur í senn tekjur við skráningu og tryggir að ekki verði leki í tekjum þegar farið er yfir áætlanir eða hámörk í kostnaði.
Margir verkkaupar - skipting reikninga
Algengt er að verkfræðileg verkefni séu unnin í samstarfi nokkurra aðila, svo sem ríki og borgar, og þá skiptir máli að hafa sveigjanleika við utanumhald og útskuldun verka. Í Manor er sérstaklega þægilegt að skulda út verk út frá ólíkum forsendum og uppfylla með því kröfur samninga.
Nákvæm og tímanleg útskuldun er lykilatriði í að fá allt greitt á réttum tíma.
Einföld útskuldun í mörgum löndum
Verkfræðin nær yfir landamæri þegar kemur að verkefnum og er algengt að skuldað sé út í mörgum löndum, til dæmis hjá dótturfélögum. Manor er hannað sérstaklega með það í huga og geta notendur unnið saman þvert á landamæri en útskuldun er svo sérhæfð á hverju svæði fyrir sig.
Undirverktakar tengjast beint inn
Verkfræðistofur vinna talsvert með undirverktökum í hinum ýmsu verkefnum. Manor gerir það einfalt að bjóða verktökum inn í kerfið, með aðgang eingöngu að því verki sem viðkomandi vinnur að. Þar tekur verktakinn þátt í verkinu með starfsmönnum stofunnar. Að bæta við verktaka er einn músarsmellur.
Að fá undirverktaka inn í Manor dregur úr kostnaði við utanumhald og einfaldar allar samvinnu og síðar útskuldun til verkkaupa.
Taktu næsta skref
Komdu til okkar og við hjálpum þér að auka tekjur í rekstrinum.