Tengingar við launa- og mannauðskerfi
Verkbókhald í Manor er oftar en ekki grundvöllur launa hjá notendum. Þá kemur sér vel að geta komið gögnum fljótt og örugglega úr Manor yfir í launa- og mannauðskerfi.
H3
Manor tengist H3 launakerfi og skilar inn í launavinnslu þar gögnum um tímaskráningar starfsmanna, orlofsdaga, veikindi, o.fl. svo að öll gögn séu klár fyrir launavinnslu í H3. Aðlögun er nauðsynleg í flestum tilvikum hjá H3 notendum þar sem hvert fyrirtæki er með sinn háttinn á launavinnslu og útfærslum.
Við höfum góða reynslu í H3 tengingum. Stærsti notandi H3 hjá Manor er með um 350 starfsmenn.
Kjarni
Manor tengist Kjarna launa- og mannauðskerfi og skilar inn í launavinnslu þar gögnum um tímaskráningar starfsmanna, orlofsdaga, veikindi, o.fl. Aðlögun er nauðsynleg í flestum tilvikum hjá Kjarna notendum þar sem hvert fyrirtæki er með sinn háttinn á launavinnslu og útfærslum.
Við höfum góða reynslu í Kjarnatengingum. Stærsti notandi Kjarna hjá Manor er með um 520 starfsmenn.
DK laun
Tenging við DK laun er í vinnslu.
Vantar eitthvað?
Við erum stöðugt að fjölga samtengingum við önnur kerfi og hlökkum til næsta verkefnis.
Ef þú ert með hugmynd, heyrðu þá í okkur og við skoðum málið.