ODATA
Tengdu Manor við gagnavöruhús eða greiningartól með einföldum hætti.
Fljótleg uppsetning
Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að tengja Manor við t.d. Excel og fá gögnin lifandi inn í töflu.
Einfalt í notkun
Engin uppsetning er nauðsynleg til þess að virkja Odata tengingu umfram að sækja API lykil.
Góð afköst
Afgreiðsla gagna um ODATA tengingu er afkastamikil og lágmarkar biðtíma. Þú endurnýjar sótt gögn hratt og örugglega.
Lykiltöflur
Allar helstu töflur eru aðgengilegar til nákvæmra gagnagreininga.
aðgangsstýring
Kerfisstjóri stýrir aðgangi kerfisnotenda sem nýttir eru fyrir ODATA samskipti. Stýra má aðgangsheimildum mjög nákvæmlega.
Aðskilnaður tryggður
Hvert fyrirtæki í Manor tengist eigin gagnagrunni í Manor og getur því eingöngu lesið sín gögn.
Gögnin beint inn í vöruhús eða töflureikni
Lifandi þróun
Manor ODATA tengingin þróast með þörfum notenda og inniheldur því í senn hefðbundnar töflur og sértækar töflur sem settar eru saman til þess að flýta fyrir aðgengi og útreikningum.
Sjálfvirkni
Það eru mikil tækifæri til sjálfvirkni fólgin í því að sækja gögn í Manor með ODATA og nýta í stærra samhengi innan stærri fyrirtækja.
Aldrei notað ODATA áður?
Ekkert mál. Til þess að byrja þarft einhvers konar forrit sem les og vinnur með gögn úr gagnagrunnum. Einfaldast er að byrja með Excel og setja þar upp ODATA tengingu yfir í Manor. Skrefin eru mjög einföld og eru góðar leiðbeiningar í boði.
Aðstoð og þjónusta
Sérfræðingar Manor geta aðstoðað þig við allt er tengist ODATA - heyrðu í okkur í 546-8000.