iStock-504427552.jpg

Persónuvernd

Persónuvernd


Mikið er lagt upp úr góðri og vandaðri persónuvernd hjá Manor. Við störfum eftir innlendum og erlendum lögum um persónuvernd og leggjum sérstaka áherslu á að standa fremst í framfylgni á öllum stigum. Til viðbótar við þær skyldur og kröfur sem lög og relgugerðir fela í sér þá er byggum við hönnun og þróun allra kerfa á forsendum persónuverndar.

Vandað vinnulag

Manor starfar eftir íslenskum lögum og reglum ásamt grunnatriðum evrópsku persónuverndarlöggjafarinnar GDPR þegar kemur að persónuvernd. Má þar nefna helstu atriði:

  1. Skráning og vinnsla sé lögleg, sanngjörn og gagnsæ.

  2. Öflun gagna takmarkist við tilgang vinnslunnar.

  3. Öflun og varsla gagna sé lágmörkuð í takt við vinnsluna.

  4. Nákvæmni ganga sé tryggt að fremsta megni.

  5. Varsla gagna sé takmörkuð og gögnum eytt á réttum tíma.

  6. Réttmæti gagna sé tryggt frá söfnun að vinnslu

  7. Trúnaður sé um öll gögn

 

áherslur í hugbúnaðargerð

Í allri hönnun og þróun vinnum við hjá Manor eftir grunnreglum persónuverndar við hugbúnaðargerð eins og hún er tilgreind í evrópsku GDPR reglunum.

  1. Forvirk persónuvernd, ekki afturvirk
    Hanna skal viðmót og ferla þannig að rétt sé staðið að skráningu og vinnslu en ekki þurfi að bregðast við eftir á. Greina áhættu við hvert viðmót og gera breytingar á kerfum áður en notkun fer fram.

  2. Sjálfgefin persónuvernd
    Hanna skal viðmót og kerfi þannig að sjálfgefið sé að gögn njóti verndar, þá þannig að einstaklingurinn þurfi ekki að aðhafast frekar til að tryggja vernd gagna sinna.

  3. Full virkni - allra hagur
    Hanna skal viðmót og kerfi þannig að notandinn þurfi ekki að velja á milli persónuverndar og notkunareiginleika. Tryggja skal að þeir möguleikar sem kerfin bjóða tryggi um leið fullnægjandi persónuvernd.

  4. Öryggi frá upphafi til enda
    Tryggja þarf öryggi gagna á æviskeiði þeirra innan kerfa Manor, allt frá því að þeirra er aflað með öruggum hætti, unnin með öruggum hætti og að lokum eytt með öruggum hætti.

  5. Sýnileiki og gagnsæi
    Hanna skal viðmót og kerfi þannig að notandanum sé ljóst hvaða vinnsla fari fram, hvaða gagna er aflað, hver sé tilgangur vinslunnar, til hvers gögnin eru notuð og hvers sé að vænta í ferlinu.

  6. Virðing fyrir persónuvernd
    Í allri hönnun og útfærslu kerfa, viðmóts og þjónustu verði hagsmunir einstaklingsins sem er til umfjöllunar í gögnunum hafðir að leiðarljósi.

Þau teymi sem vinna að hönnun og þróun Manor hafa fengið sérstaka þjálfun í persónuvernd og eru allir ferlar frá hugmyndavinnu að lokaprófunum þannig upp settir að persónuvernd sé lykilatriði.

 

Persónuverndarstefna

Við höfum sett okkur sérstaka persónuverndarstefnu þar sem farið er yfir öll atriði er snerta persónuvernd í starfsemi Manor.

 

Upplýsingaöryggisstefna

Við fylgum vandaðri og ítarlegri upplýsingaöryggisstefnu í allri starfsemi Manor, frá stjórn grunnkerfa yfir í fínhönnun viðmóts í hugbúnaði.

 

Vinnslusamningur

Manor gerir vinnslusamninga við hvern og einn viðskiptavin þar sem skýrt er kveðið á um ábyrgð og framkvæmd á allri vinnslu innan kerfa Manor.

 

Vinnsluskrá

Manor heldur lifandi skrá yfir allar eigin vinnslur, tilgang þeirra, lagalegan grundvöll, o.fl.

 

Þjálfun

Starfsmenn okkar fá árlega þjálfun í persónuvernd þar sem farið er yfir breytingar á reglum, ný sjónarmið í málefnum persónuverndar og rætt um tækifæri til úrbóta innan fyrirtækisins og í vörum þess.

 

Fyrirspurnir

Viðskiptavinir, notendur og einstaklingar geta hvenær sem er haft samband við okkur í tölvupósti manor@manor.is eða í síma 546-8000 ef spurningar vakna um persónuverndarmál, vinnslur, gögn eða hvað annað er persónuvernd snertir.