iStock-503625464.jpg

Innleiðing

Að innleiða Manor er einfalt og skemmtilegt ferli.

Skemmtileg innleiðing

Að taka Manor í notkun er leiðangur að einhverju nýju og betra.
Slík vegferð er alltaf skemmtileg.

 

Gott vinnuflæði

Við höfum fastmótað ferli við innleiðingu sem hefur reynst frábærlega vel til margra ára fyrir allar stærðir fyrirtækja.

Traust og ábyrgð

Manor er lykilkerfi í rekstri þeirra sem taka kerfið í notkun og við tökum þá ábyrgð alvarlega.

Mikil reynsla

Við höfum séð um innleiðingar hjá okkar viðskiptavinum frá árinu 2012 og höfum því víðtæka reynslu.

 
Ég hef ekki áður séð jafn vandaða innleiðingu.
— Sérfræðingur á hugbúnaðarsviði, fyrirtæki með 250+ notendur
 

 
 

Verkefnaborð í stærri innleiðingum

Við vinnum stærri innleiðingar í Teams svo að þú sjáir allt sem er að gerast, hafir áhrif og ekkert komi á óvart.

1. Verkefni

Við brjótum allt upp í auðskilin og viðráðanleg verkefni svo hægt sé að vinna og afgreiða hratt.

2. Hönnun

Næst hönnum við viðmót, ferla og virkni. Skemmtilegasta skrefið segja margir.

3. vinnslA

Svo tekur við forritun og prófanir þar sem við klárar verkefnið.

 

4. Tilbúið

Þegar allt er klárt eru verkefnin tilbúin. Hérna förum við yfir verkefnin með þér, skoðum niðurstöðuna, prófum saman í viðmótinu og tryggjum að allir séu sáttir.

5. Afgreitt

Þegar allir eru sáttir færist verkefnið yfir í Afgreitt. Ef eitthvað breytist síðar í ferlinu er leikur einn að sækja verkefnin aftur til aðlögunar eða uppfærslu.

 

 
 

Innleiðingartími

Erfitt að segja; ef engar sérþarfir þá strax - annars allt opið.

 

Samdægurs

Minni aðilar hafa tekið Manor í notkun innan dagsins. Þeir skrá sína notendur sjálfir og stilla Manor sálfir. Hentar vel ef reksturinn er einfaldur.

Nokkrir dagar

Þegar þörf er að aðstoð, einhvers konar samtengingum, Single Sign-On og aðstoð þá má búast við nokkrum dögum.

Nokkrir mánuðir

Hjá stærstu fyrirtækjum með alþjóðlega starfsemi og hundruðir starfsmanna þarf að útfæra ýmislegt sérstaklega, tengjast nýjum kerfum, virkja nýja vinnuferla, smíða viðbætur og miða jafnvel kerfisskiptin við áramót fjárhagsársins.

 

 
 

Mikið fyrir lítið

Við erum þekkt fyrir mjög lágan innleiðingarkostnað. Reynum að halda því þannig.

 

Kortleggjum

Við skilgreinum með þér hvað þurfi að gera á innleiðingartíma. Skráum það í verkefnaviðmótið og skilgreinum hvað falli undir þinn kostnað og hvað sé okkar kostnaður.

Áætlum

Þau atriði sem eru á þinn kostnað áætlum við í vinnustundum. Því liggur fyrir kostnaðaráætlun við innleiðingu áður en farið er af stað.

rukkum

Við rukkum aðeins það sem um er samið og sendum aldrei bakreikninga. Það er fáheyrt en gott að vita fyrir okkar viðskiptavini.

 

Hvað er á minn kostnað?

Oftast ekki neitt en þegar það á við er hugsunin þessi.

 

Tengingar og útfærslur

Að tengja ný kerfi við Manor eða útfærslur á tenigngum sem fela í sér hönnun og forritun.

Viðbætur

Að útfæra nýja virkni í Manor sem er sérstaklega fyrir þitt fyrirtæki.

Handavinna

Hvers konar gagnavinnsla, innlestur, útlestur, úrvinnsla, samkeyrslur og það telst til handavinnu við innleiðinguna.

 
 

 
 

Reynslan er besta vitnið

Svo má líka spyrja einhvern sem hefur innleitt Manor.

 

stór innleiðing

Ein af skemmtilegri innleiðingum á Manor síðustu árin var þegar eitt stærsta endurskoðunarfyrirtæki landsins innleiddi Manor sem tókst eins og í sögu.

5 mánuðir

Innleiðingin hófst í maí og var lokið í september. Mörgum verkefnum var lokið á þeim tíma, sum smá og önnur stærri, allt frá nýrri virkni yfir í alþjóðlega úttekt á öllum kóða.

Allir af stað samtímis

Manor var tekið í notkun að morgni dags 1. október þegar 320 starfsmenn skráðu sig inn samtímis og hófu notkun. Í lok dags höfðu 2 beiðnir borist tölvudeild þar sem óskað var eftir aðstoð. Innleiðingin hafði gengið upp í alla staði.

 

Heyrðu í okkur og við vísum þér á þennan viðskiptavin og þá starfsmenn sem komu að innleiðingunni.