Tengingar við gagnasöfn
Manor tengist fjölda gagnasafna sem rekin eru af opinberum- og einkaaðilum til þess að notendur okkar geti nýtt gögnin í Manor. Tengingarnar eru lifandi og berast inn í Manor um leið og uppfærslur verða eða ný gögn bætast við í viðkomandi gagnasafni.
Þjóðskrá
Manor sækir margvíslegar grunnupplýsingar í þjóðskrá um einstaklinga og fyrirtæki þegar notendur okkar vinna að skráningu nýrra viðskiptamanna, útgáfu reikninga o.fl. Tengingin er lifandi og hægt að uppfæra gögn með einum músarsmelli.
Fyrirtækjaskrá
Manor tengist fyrirtækjaskrá og sækir grunnupplýsingar í skráningum fyrirtækja sem einfaldar notendum að stofna viðskiptamenn, viðhalda skráningu þeirra og gefa út reikninga.
Dómasafn
Manor tengist öllum dómstólum landsins og miðlar dómum til lögfræðilegra notenda. Allir dómar sem birtir hafa verið rafrænt hjá dómstólunum eru aðgengilegir í Manor. Um leið og nýir dómar birtast eða eldri uppfærast, þá uppfærast gögn hjá notendum Manor.
Dagskrá dómstóla
Dagskrá dómstóla er beintengd við Manor svo lögfræðilegir notendur geti fylgst með eigin mætingu. Þá koma mætingar inn í dagatalið í Manor og ef notandinn er með Outlook eða Gmail tengt einnig þá birtast mætingarnar þar.
Seðlabanki Íslands
Manor tengist gengisskráningu Seðlabankans og sækir þangað daglega nýtt viðskiptagengi skráðra mynta gagnvart krónu. Gengið er sótt um leið og bankinn birtir nýjustu gengiskrossa í gagnastraumi sínum.
Fixer
Manor tengist alþjóðlegri gengisskráningunni Fixer og sækir þangað gengi erlendra mynta sem ekki eru skráðar hjá SÍ. Með tengingunni er Manor með gengi allra helstu mynta veraldar og geta notendur því gefið út reikninga í hér um bil hvaða mynt sem er.
Viðskiptagreind og greiningar
Power BI
Einfalt er að tengja Microsoft Power BI við Manor til þess að afla gagna í greiningarskýrslur.
Beinar Tengingar
Einfalt er að tengja Microsoft Power BI við Manor til þess að afla gagna í greiningarskýrslur.
Vefþjónustur
Einfalt er að tengja Microsoft Power BI við Manor til þess að afla gagna í greiningarskýrslur.
Vöruhús gagna
Manor tengist vöruhúsum gagna þar sem notendur geyma gögn úr Manor til frekari greininga.
Fjarskipti
Streymir
Manor tengist sms veitunni Streymi sem sér um að senda margvíslegar tilkynningar til notenda.
Aðgangsstýringar og notendaumsjón
Microsoft Active Directory
Manor styður við einskráningu úr Microsoft Active Directory.
Azure Active Directory
Manor styður við einskráningu (e. SSO) úr Microsoft Active Directory.
OneLogin
Manor styður einskráningu (e. SSO) í gegnum OneLogin.
SAML 2.0
Manor styður við allar lausnir sem nýta SAML staðalinn við einskráningu (e. SSO).
Vantar eitthvað?
Við erum stöðugt að fjölga samtengingum við önnur kerfi og hlökkum til næsta verkefnis.
Ef þú ert með hugmynd, heyrðu þá í okkur og við skoðum málið.