Við höfum séð margar leiðir til þess að verðleggja lögfræðiþjónustu. Algengast er að rukka fyrir hverja vinnustund en nýjar aðferðir hafa síðustu árin aukist í vinsældum. Hér eru nokkrar aðferðir sem okkar notendur beita við verðlagningu.
Read MoreMargir lögmenn velta fyrir sér hvort þeir eigi sjálfir að innheimta kröfur sem þeir eiga á sína viðskiptavini eða m.ö.o. hvort sá sem ekki greiðir fyrir lögfræðiþjónustu eigi að fá innheimtubréf og að endingu stefnu frá sama lögmanni eða stofu og vann vinnuna. Þetta er góð spurning.
Read MoreÞað eru margir sem halda að það sé gott að vinna mikið, vinna fram á kvöld og helst vinna um helgar. Þeir sem vinna mikið eru duglegir og þeir hljóta að uppskera eftir því. En er það endilega svo?
Read MoreVið lukum í dag við að endurbæta verulega yfirsýn lögmanna yfir óreikningsfærða tíma og útlagðan kostnað í Manor. Nú er mun þægilegra að sjá hvað sé alls útistandandi, hvernig það skiptist upp eftir málum, hvað sé útistandandi í hverju máli og hvernig staðan sé á hverjum viðskiptamanni.
Read MoreÞeir sem eru eldri í hettunni spyrja okkur stundum hvaða tækni það sé sem eigi að breyta því hvernig lögmenn starfa. Þeir segjast vera með Parker penna, góða reiknivél og ritara sem vélriti vel yfir 100 orð á mínútu – hvað gæti þá mögulega vantað?
Read MoreVið hjá Manor þökkum viðskiptavinum, lesendum og öðrum fyrir árið sem nú er að baki. Árið 2014 var ár mikillar framþróunar. Við lukum við þróun á ýmsum nýjungum í Manor, tókum við miklum fjölda nýrra viðskiptavina og lærðum enn meira um rekstur lögmanna.
Read MoreVið höfum ráðlagt mörgum lögmannstofum þegar kemur að vörumerkjamálum þar sem nánast allir okkar viðskiptavinir velta þessu fyrir sér og ræða málin við okkur. Við höfum byggt upp gott safn upplýsinga um hvernig best sé að haga vörumerki sínu þegar kemur að rekstri lögmanna. Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.
Read MoreLögmenn eyða oft miklum tíma í óþarfa handtök og hafa oft gert árum saman. Þeir eru vanir skipulaginu og telja ekki stórmál að trufla samstarfsmenn sína í tengslum við vinnuna. Skoðum eitt dæmi sem allir kannast við þar sem lögmaður truflar fulltrúa því hann finnur ekki dóma sem tengjast máli.
Read MoreÍ morgun settum við í loftið stóra viðbót við Manor sem við köllum verkefni (tasks). Verkefni er eitthvað sem þarf að gera í framtíðinni. Dæmigert verkefni væri að rita greinagerð, fara yfir stefnu með umbjóðanda eða þinghald. Manor vaktar öll verkefni og lætur þá sem þeim tengjast vita með tilkynningum og sms skeytum ef skiladagur nálgast.
Read MoreNotendur Manor geta keppt innan stofunnar um árangur í tímaskráningum. Þeir geta séð hversu margir tímar þeirra voru skráðir samdægurs og vinnan var unnin og hvernig “samdægurs-prósentan” er á hverjum tíma. Það er eftirsóknarvert að vera í efstu sætum og því leggja sig allir fram um að hafa þetta í lagi. En til hvers?
Read MoreAllir sem þurfa lögfræðilega ráðgjöf byrja á að googla vandamálið, álitaefnið eða verkefnið. Þeir lesa það sem upp kemur og vinna málið svo áfram. En hver kom upp á Google? Varst þú í listanum?
Read MoreTengsl lögmanna við viðskiptavini sína er ein verðmætasta auðlind hverrar stofu. Margir gefa þó viðskiptatengslum lítinn gaum og telja að sífellt þurfi að sækja ný viðskipti út á markaðinn til þess að auka veltu og/eða hagnað. Aðrir bíða eftir því að viðskiptavinurinn hringi. Og enn aðrir segja að það sé „bara ekkert að gera“. Þetta er mikill misskilningur. Hér eru nokkrir punktar.
Read MoreÍ gegnum árin höfum við unnið náið með stórum hópi íslenskra lögmanna. Nokkur atriði einkenna þá sem hafa náð miklum árangri í rekstri á stofum sínum. Við tókum saman nokkur ráð sem hjálpa öllum lögmönnum við að auka hagnað sinn - óháð starfssviði eða stærð og fjölda viðskitpavina. Hér kemur listinn.
Read More