iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Efnisveita

 

Fimm leiðir til að auka ánægju viðskiptavina

 

Við höfum séð í okkar þjónustu og hjá okkar viðskiptavinum nokkrar einfaldar leiðir til að auka mjög þjónustustig og ánægju viðskiptavina. Það geta í raun allir staðið sig í þessum efnum og hér koma fimm góð atriði.

  1. Svara tölvupósti strax
    Þetta getur verið jafn einfalt og að segja strax að bréfið sé móttekið eða svara örstutt efnislega. Ef spurt er um stöðu skjalagerðar þá má svara "Gengur vel, lokaútgáfa líklega tilbúin í vikulok, verð í sambandi þá". Svar sem þetta tekur aðeins nokkrar sekúndur en eykur mjög ánægju viðskiptavinarins.

  2. Svara pósti úr símanum ef þarf
    Margir halda að það sé ekki faglegt að svara tölvupósti beint úr símanum og vissulega var það sjónarmið í árdaga snjallsíma en þetta hefur breyst. Í dag er það merki um metnað að svara strax. Ef viðskiptavinurinn sér að þú sendir úr símanum veit hann að þér var mikið í mun um að svara strax.

  3. Hafa grunnþjónustu snögga
    Það eru ákveðnir þættir sem allir viðskiptavinir nýta. Þar má nefna reikninga, afrit af reikningum, svör við því hvernig málin standi, koma gögnum til lögmanns, fá afrit af skjölum, o.s.frv. Ef þú stillir stofunni upp þannig að þessi atriði taki nær enga stund þá getur viðskiptavinurinn treyst á þessi atriði. Það er óþarfi að valda óánægju með einföldu atriðin þegar lögfræðihlutinn er í hæsta gæðaflokki. Manor Legal er sérhannað til þess að hámarka grunnþjónustu.

  4. Vertu á undan skilafresti
    Nær öll mál sem lögmenn vinna taka tíma og viðskiptavinur fær nær alltaf einhverja ágiskun frá lögmanni um hvað málið muni taka langan tíma. Dæmi væri að taka saman stofnskjöl fyrir félag og ganga frá öllum pappírum. Ef lögmaðurinn segir að þetta verði klárt eftir fjóra daga en kemur svo tveimur dögum síðar með allt klárt þá fer hann fram úr væntingum. Mistökin eru oftast þau að lofa einhverju of snemma. Það er ástæðulaust og vekur aðeins óánægju þegar það næst ekki.

  5. Vertu vinur
    Sumir lögmenn hafa tamið sér að vera nokkuð stífir og formlegir í samskiptum sínum við viðskiptavini. Það er óþarfi. Það er miklu betra fyrir viðskiptasambandið að vera vinur viðskiptavinarins enda felst það í orðinu; viðskipta-vinur. Spurðu út í reksturinn eða hvernig gangi í öðrum málum. Það er líka góð leið til þess að sjá tækifæri á frekari viðskiptum.

Við vonum að þessi ráð nýtist vel. Það er oftar en ekki mjög einfalt að auka ánægju viðskiptavina með einföldum aðgerðum. Þeir sem fylgja þessum ráðum eru einnig með betri rekstur því ferlar þeirra og framkoma er góð sem eykur skilvirkni og þar með hagnað.