iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Efnisveita

 

Veistu hvað þú átt útistandandi?

 

Þessi spurning hljómar einföld en þegar við spyrjum hennar standa flestir á gati. Við spyrjum t.d. hvað stofan eigi mikið útistandandi, hversu gamlir tímarnir séu sem eigi eftir að rukka, hver eigi mest útistandandi o.fl. Hér eru helstu svörin sem við fáum.

  1. Nei. Við eigum eftir að skrá tíma mánaðarins inn.

  2. Nei. Bókarinn á eftir að gera það upp.

  3. Nei. En ég get kallað það fram í bókhaldskerfinu á korteri.

  4. Nei. Við hugsum ekki mikið um þær tölur.

  5. Nei. Sumir á stofunni hafa ekki skráð vinnu mánaðarins.

  6. Nei. Við þekkjum ekki aldur tímafærslna.

Svo eru sumir sem geta svarað svona:

  1. Já. Allt er skráð samdægurs í Manor og þar er yfirlitið alltaf lifandi.

En margir velta fyrir sér til hvers að þekkja tölurnar svona vel? Því betur sem þú þekkir reksturinn því einfaldara er að taka ákvarðanir um næstu skref. Ef þú veist að allir tímar voru skráðir samdægurs þá veistu að þú ert að hámarka tekjur af daglegum störfum. Ef þú veist alltaf hvað er útistandandi þá veistu líka hvernig gengur að rukka. Ef þú þekkir afskriftir hjá stofunni þá veistu hvar þú ert helst að tapa fé. Svona mætti áfram telja.

Töku dæmi

Viðskiptavinur hringir og spyr hver kostnaður sé orðinn við málið fram til þessa? Hvort vilt þú geta svarað strax eða þurft að afsaka það að hafa ekki tölurnar við hendina?

Í Manor blasa allar þessar tölur við. Þeir sem nota Manor vita hversu mikið er útistandandi, nákvæman aldur á tímafærslum, hvað málin eru orðin gömul, hvenær síðustu reikningar voru sendir o.s.frv.

Í stuttu máli: Okkar notendur þekkja reksturinn sinn betur.

 
 


Hér að ofan má sjá yfirlit í Manor sem er alltaf lifandi yfir stöðu allra mála, heildarstöðu stofunnar í útistandandi vinnu og kostnaði. Aðeins þarf að haka við þau mál sem á að skulda út og klára málið.

Manor sýnir þér svo margvíslega greiningu á rekstrinum svo þú sért með allt á hreinu.

 
 

Áskorun: Getur þú núna sagt í hljóði hversu mikið er útistandandi vegna vinnu eða kostnaðar hjá stofunni? Hvenær þekktirðu töluna síðast? Ef svörin eru óskýr þá getur Manor hjálpað þér.

Komdu til okkar á ókeypis kynningu. Hægt er að bóka tíma í 546-8000 eða með tölvupósti á manor@manor.is.

 
Friðbjörn Orri Ketilsson