iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Efnisveita

 

Það sem breyttist í lögmennsku árið 2014

Þeir sem eru eldri í hettunni spyrja okkur stundum hvaða tækni það sé sem eigi að breyta því hvernig lögmenn starfa. Þeir segjast vera með Parker penna, góða reiknivél og ritara sem vélriti vel yfir 100 orð á mínútu – hvað gæti þá mögulega vantað?

Svarið við spurningunni er ansi langt en við tókum saman nokkra punkta sem draga fram það helsta.

  • Miðlæg og rafræn málakskrá þar sem hægt er að fletta strax upp öllu er varðar mál viðkomandi, tímafærslur, kostnað, skjöl, fundargerðir, málavexti, verkefnastöðu og jafnvel hver er að gera hvað í málinu. Viðskiptavinur fær upplýsingar samstundis.
     
  • Greind tímaskráning. Nær allar tekjur lögmanna koma af því að selja tíma. Því betur sem til tekst þar því hærri verða tekjurnar. Manor veit í hverju notendur eru að vinna, hvert þeir mættu og hvenær hlutirnir gerðust. Með þeim upplýsingum er ráðlagt um tímaskráningu. Passað er að ekkert gleymist.
     
  • Tímaskráning er leikur. Við lærðum með prófunum að þegar árangur við tímaskráningu er mældur og hann settur í samkeppnisform þá eykst nákvæmni til mikilla muna. Í Manor sér hver notandi hversu marga tíma hann skráði samdægurs. Hver notandi fær einkunn 0 – 100% eftir því hvernig hann stendur sig í að skrá tíma sinn samdægurs.
     
  • Lifandi dómasafn. Við tengjumst dómstólum með lifandi hætti og allir nýir dómar koma strax inn í dómasafn Manor. Hægt er að leita í dómasafni og hengja dóm á mál í Manor svo að aðeins þarf að vinna rannsóknarvinnu einu sinni. Með dómnum fylgir gul yfirstrikun yfir valda kafla, ef vill, til þess að draga fram aðalatriðin.
     
  • Reiknivélar sem þekkja lögin. Mikið af þeim útreikningum sem lögmenn fást við eru skilgreindir í lögum. Við höfum smíðað reiknivélar sem þekkja þessar forsendur og eru uppfærðar í takt við lagabreytingar. Þannig reiknum við út vanskilakröfur, slysabætur o.fl.
     
  • Rafrænt skipulag verkefna. Enginn þarf að velta fyrir sér hvað þurfi að gera og hvað sé búið að gera í málum. Enginn þarf heldur að velta fyrir sér hver eigi að gera hvað. Rafrænt skipulag verkefna með sms áminningum tryggir um að allt gangi vel fyrir sig.
     
  • Dagskrá dómstóla er beintengd. Við fylgjumst með öllum breytingum á dagskrá dómstólanna og uppfærum atburði lögmanna svo að aldrei farist fyrir að mæta á réttum tíma í dómsal.
     
  • Gáfuð skjalakerfi sem vita hvers konar skjal þú ert að búa til, þekkja lögin sem að því snúa, stilla upp textum eftir efni máls (t.d. lagagreinar í stefnu) og tryggja að ekki verði afritunarmistök þegar búið er til nýtt skjal.
     
  • Fækkun milliliða. Lögmenn hafa sjálfir aðgang að öllu sem tengist máli og viðskiptavinum hvort sem það eru tímaskýrslur, kostnaðarskýrslur, máalvextir, verkefni eða annað. Núningur á milli lögmanna, fulltrúa, bókara og ritara er því að hverfa.

Það sést vel á þessum punktum hvað er að gerast í lögmennsku. Tæknin er að auðvelda störfin. Gáfaður hugbúnaður eru að flýta fyrir verkefnum og færa þau sem eru algeng í sjálfvirkt ferli. Verkaskipting verður skýrari. Hugbúnaður tryggir vandaða samvinnu og passar að ekkert gleymist.

Manor eykur afköst og tekjur lögmanna. Tæknin skapar tíma fyrir starfsfólk sem getur unnið að tekjuskapandi verkum í stað verkefna sem ættu að vera í höndum hugbúnaðar.

Við hjá Manor höfum leitt þessa þróun og munu halda því áfram á nýju ári.