Nýtt viðmót á útistandandi tekjur
Við lukum í dag við að endurbæta verulega yfirsýn lögmanna yfir óreikningsfærða tíma og útlagðan kostnað í Manor. Nú er mun þægilegra að sjá hvað sé alls útistandandi, hvernig það skiptist upp eftir málum, hvað sé útistandandi í hverju máli og hvernig staðan sé á hverjum viðskiptamanni.
Uppfærslan skiptist í þrjá þætti.
1. Nýtt viðmót á yfirlit uppgjörs.
Nú er hægt að smella á Reikningar í vinstri valmynd og fá þar upp yfirlit yfir alla þá tíma og kostnað sem ekki hefur verið reikningsfærður. Mun betra er að átta sig á heildarstöðunni en áður.
Farðu hingað: Manor -> Reikningar
2. Nýtt viðmót á stöðu viðskiptamanns
Ef vilji er til þess að sjá stöðu á hverjum viðskiptamanni svo sem hve mikið hann hefur þegar greitt í málinu, hversu mikið á eftir að reikningsfæra o.fl. þá er nú hægt að sjá betra yfirlit yfir þá stöðu.
Farðu hingað: Manor -> Viðskiptavinir -> Viðskiptafinnur ehf. -> Reikningar
3. Nýtt viðmót á stöðu máls
Við hvert mál er nú nýtt viðmót á stöðu málsins hvað tíma og útlagðan kostnað varðar. Nú má sjá betra yfirlit yfir hvað búið er að reikningsfæra í málinu og hvað ekki.
Farðu hingað -> Mál -> Stakt mál-> Velur flipann Reikningar
Við bendum núverandi notendum á að hafa asmband við okkur í 546-8000 ef það er eitthvað sem þarfnast frekari skýringa og þeir lögmenn sem enn eru ekki komnir með Manor ættu að skrá sig ókeypis og prófa.