iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Efnisveita

 

Ítarlegar tímafærslur auka tekjur

Í gegnum árin höfum við séð að þeir lögmenn sem lýsa vinnu sinni með ítarlegum hætti í vinnuskýrslum eru líklegri en aðrir til þess að fá reikninga greidda án athugasemda. Helsta skýringin er sú að viðskiptavinurinn skilur betur hvað liggur að baki tímunum og gerir því síður athugasemdir.

Ágætt er að taka dæmi. Hér má sjá tvær dæmigerðar tímafærslur hjá lögmanni þar sem annars vegar er stutt lýsing og hins vegar ítarleg lýsing.


Stutt lýsing

04:00 - Yfirferð gagna

 

 

Ítarleg lýsing

04:00 - Lestur þriggja bréfa frá skattstjóra. Athugun á bókhaldsgögnum frá 2012, 2013 og 2014 sem lágu að baki bréfum. Yfirferð sex minnisblaða frá endurskoðenda. Yfirferð á tólf tölvupóstum forstjóra skattaðila til skattstjóra.


Hér má velta fyrir sér hvor færslan sé líklegri til þess að svara spurningum viðskiptavinarins um vinnuna? Ef vinnan var unnin í byrjun mánaðarins og viðskiptavinurinn fær reikning og vinnuskýrslu mánuði síðar - í hvorri færslunni er hann líklegri til þess að muna hvað var að gerast í málinu á þeim degi?

Svona mætti áfram telja. Í öllum tilvikum er seinni færslan svarið.

Vanda þarf lýsingar

Gæta þarf að því að ítarlegar lýsingar verði ekki að málalengingum. Skrifa skal nákvæmlega það sem gert var og alls ekki hugleiðingar eða athugasemdir sem tengjast ekki sjálfri tímafærslunni. Gott er að skipta vinunni upp og skrifa eina kjarnyrta setningu um hvern hluta.

Manor hjálpar þér

Tímaskráningarviðmótið í Manor var hannað með ofangreinda þætti í huga svo að einfalt sé fyrir lögmanninn að skrifa ítarlegar tímafærslur. Viðmótið er þægilegt, stórt og rúmgott. Góð yfirsýn er yfir færsluna og allt sem henni tengist. Engin takmörk eru t.d. á lengd textans.

Hvernig aukast tekjur?

Ítarlegir textar auka líkur á snöggri afgreiðslu reikningsins. Viðskiptavinurinn sér svörin við eigin spurningum í lýsingunni.

Lögmaður og viðskiptavinur vita betur hvað var unnið. Enginn man hvað “yfirferð gagna” þýðir 2-3 mánuðum síðar ef upp koma athugasemdir. Óvissa um hvað var gert eykur mjög hættuna á afskriftum tima.

Ítarlegar lýsingar valda síður truflun hjá lögmanninum þar sem spurt er út í reikninga. Fáir lögmenn rukka fyrir samskipti og vinnu við að laga til og uppfæra reikninga. Slíkur tími er því tapað fé. Best er því að koma í veg fyrir athugasemdir með ítarlegum lýsingum.

Komdu í kaffi

Ef þú vilt kynnast Manor og/eða hitta okkur til þess að skoða leiðir til þess að bæta tekjur og rekstur á þinni stofu, vertu þá í sambandi í síma 546-8000 eða smelltu hér til þess að prófa Manor.