iStock-504427552.jpg

Efnisveita

Efnisveita

 

Innheimta lögmanna í sókn

Eitt af því sem við lærðum af þeim stóra hópi lögmanna sem notar Manor málakerfið var að síðustu 10-15 ár hafði tæknin í innheimtumálum breyst mikið og þeir höfðu ekki lengur kerfi til þess að sinna innheimtu á öllum stigum. Hægt og rólega hafði því innheimtan færst út af lögfræðistofum og þangað komu aðeins einstaka kröfur. Þetta gerðist þó svo að bæði lögmenn og viðskiptavinir þeirra hefðu helst viljað halda áfram góðu samstarfi með kröfur við sinn lögmann.

Með tilkomu Manor Collect hefur þetta hins vegar breyst. Lögmenn geta nú þjónustað kröfur á öllum stigum með mjög einföldum hætti. Okkar notendur geta því aukið viðskipti sín með því að þjónusta kröfur viðskiptavina sinna frá upphafi til enda með rafrænum og afar sjálfvirkum hætti ásamt því að bjóða kröfuhöfum aðganga að þjónustuvef í sínu nafni. Lögmenn hafa nú tæknina sem þeir höfðu ekki áður og geta boðið viðskiptavinum nýja þjónustu.

Óhætt er að segja að lögmenn séu í sókn í þessari þjónustu.

Þessi nálgun hefur reynst mjög vel og vinna lögmenn daglega með þúsundir krafna hjá helstu viðskiptabönku landsins í gegnum Manor Collect en auk lögmanna þá nýta fimm sérhæfð innheimtufélög kerfið til daglegra starfa á öllum innheimtustigum.

Ef þú vilt efla viðskipti þín og auka þjónustu - hafðu þá samband við okkur.

Smelltu hér til þess að lesa meira um Manor Collect.

Smelltu hér til þess að fá reynsluaðgang að Manor.

Friðbjörn Orri Ketilsson