IMG_0593.jpg

Smáforrit

Þú getur sett Manor upp í símanum þínum og sinnt þar öllum aðgerðum á ferð og flugi.

Þægilegt smáforrit

Þægilegt er að hafa Manor alltaf hjá sér í símanum, spjaldtölvunni eða í hvaða tæki sem er.


Hratt og öruggt

Manor smáforritið er stöðugt uppfært, hraðvirkt og þægilegt í notkun.

 

Virkar vel í öllum tækjum

Manor smáforritið virkar á öllum tækjum óháð framleiðanda, stýrikerfi, skjástærð eða vafra.

Virkar án nets

Ef netsamband fornar mun smáforritið virka til skráninga og skila svo gögnum þegar nestamband kemst á að nýju.

Góð upplifun

Þú notar Manor smáforritið eins og önnur smáforrit sem þú þekkir á snjalltækinu þínu. Smellir og byrjar.

 

Sjálfvirkar uppfærslur

Manor smáforritið keyrir í vafra og er því að vinna með vefviðmót og því þarf aldrei að uppfæra appið.

Alltaf nýjasta útgáfa

Þú tengist alltaf nýjustu útgáfu af Manor og því er smáforritið alltaf það nýjasta.

Uppfært samstundis

Allar uppfærslur skila sér strax til notenda. Engin bið eftir útgáfum og ferlum í app store eða Google Play.

 

Uppsetning er einföld

Manor er vefsmáforrit sem þýðir að það er sótt með því að fara á vefslóð hjá Manor en ekki í App store eða Google play. Kostir þess er að hægt er að uppfæra smáforritið samstundist ef þess gerist þörf af öryggisástæðum.


Apple IOS

  1. Opna Safari vafrann.

  2. Fara á app.manor.is

  3. Neðst í vafranum er hnappur (kassi með uppvísandi ör). Smellið á þann kassa.

  4. Veljið þar: Add to home screen

  5. Veljið svo add.

  6. Þá er allt klárt og Manor kominn á skjáborðið.


Android

  1. Opna vafra.

  2. Fara á app.manor.is

  3. Hér bjóða flestar útgáfur af Android þér að setja Manor á skjáborð snjalltækisins.

  4. Ef það gerist ekki þá eru skrefin þessi ...

    1. Smellið á punktana þrjá í efra hægra horni vafrans.

    2. Veljið: Add to home screen

    3. Veljið svo Add

    4. Þá er Manor kominn á skjáborðið í snjalltækinu.


Spurt og svarað

Ég vinn hjá stóru fyrirtæki og get ekki tengst. Hvað veldur?
Stærri fyrirtæki tengjast Manor með því sem kallað er stakri innskráningu (SSO) og þarf snjalltækið að vera uppsett með það í huga. Kerfisstjóri í þínu fyrirtæki getur aðstoðað með uppsetningu.

Ég finn ekki appið í App Store / Google play.
Það er eðlilegt því Manor appið er vefapp. Það tryggir að við getum uppfært appið samstundis þegar þess gerist þörf og þú þarft aldei að setja það upp aftur eða huga að uppfærslum á þínu tæki.


Þarftu hjálp?

Ef þú þarft aðstoð við að setja smáforritið upp heyrðu þá í okkur í síma 546-8000.