Manor

View Original

Vörumerki lögmanna er verðmætasta eignin

Við höfum ráðlagt mörgum lögmannstofum þegar kemur að vörumerkjamálum þar sem nánast allir okkar viðskiptavinir velta þessu fyrir sér og ræða málin við okkur. Við höfum byggt upp gott safn upplýsinga um hvernig best sé að haga vörumerki sínu þegar kemur að rekstri lögmanna. Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.

Verndaðu vörumerkið

Þekktar stofur heita þekktu nafni. Nafnið eitt og sér kemur málum langa leið og aflar mikilla viðskipta. Verðmætin í nafninu eru því mikil. Lögmenn ættu því að velja sér einstakt nafn á stofuna og tryggja vernd þess með lögformlegum hætti. Þannig er tryggt að margra ára fjárfesting í vörumerki stofunnar skaðist ekki eða tapist þegar og ef einhver ógnar vörumerkinu.

Þú ert það sem viðskiptavininum finnst

Margir telja að stofan standi fyrir eitthvað ákveðið, til dæmis yfirburði í málefnum atvinnulífsins eða góða árangur í slysamálum. En hvað segja viðskiptavinir stofunnar eða mögulegir viðskiptavinir? Þegar þeir heyra nafnið - segja þeir strax “yfirburðir í málefnum atvinnulífsins” eða “góður árangur í slysamálum”? Ef ekki þá er vörumerkjastefnan ekki að virka.

Samhæfðu öll samskipti

Miklu skiptir að tala sama tungumálið í öllum skilaboðum sem fara frá stofunni. Móta þarf vörumerkjastefnu fyrir stofuna svo öllum sé ljóst fyrir hvað stofan stendur. Ef hún stendur fyrir sérþekkingu í málefnum atvinnulífsins þarf að vera skýrt hver sérþekkingin sé, hvernig stofan hefur nýtt hana í fortíðinni og hvað aðgreini stofuna frá öðrum stofum.

Viðskiptavinurinn ætti að upplifa sömu skilaboðin sama hvort hann snerti stofuna á netinu, í blaðaauglýsingu, í útvarpi, í sjónvarpi eða þegar hann kemur á staðinn. Allir snertifletir skapa heildarmynd sem viðskiptavinurinn tengir svo við nafnið í huganum.

  • Vefur stofunnar er fyrsta snerting flestra viðskiptavina. Þar er ímyndin mótuð. Vefurinn þarf að svara spurningum í takt við vörumerkjastefnuna. Fyrir hvað stendur stofan? Hvaða verkefnum hefur hún komið að? Er hún vönduð, ef svo hvernig? Hvað aðgreinir stofuna frá öðrum? Hvaða tengingar eru við önnur fyrirtæki?
     
  • Markaðsefni þarf að endurspegla vörumerkjastefnuna. Ef stofan er vönduð vertu þá viss um að allt markaðsefni sé vandað. Ekki fara ódýrar leiðir í kynningu eða útgáfu ef þú vilt vera stofa af bestu gerð.
     
  • Skrifstofan þarf að vera í takt við önnur samskipti. Þar þarf vörumerkið að sjást, innréttingar og umgjörð þurfa að vera í takt og frágangur þarf að vera í lagi. Sá sem býst við lögmennsku af bestu gerð vill sjá vísbendingar um skipulag, fagmennsku og þjónustu þegar hann kemur á stofuna.
     
  • Áþreifanlegt efni þarf að vera vandað. Allt það sem viðskiptavinurinn fær áþreifanlega í hendur mótar ímynd hans af stofunni. Hafðu allt tilbúið áður en hann kemur á fund. Merktu vandlega öll skjöl hafðu gögnin sem aðgengilegust.
     
  • Símsvörun þarf að vera vönduð og aðgengileg. Ef viðskiptavinir eiga að geta náð í lögmenn öllum stundum þá þarf það að virka. Gott er að prófa að hringja í eigin stofu reglulega og athuga hvort allt sé rétt. Er svarað í síma eins og til er ætlast? Er á tali? Virkar að áframsenda símtal inn á stofuna? Ef það er næturvakt, er svarað um miðja nótt?

Vandaðu til viðskiptaferilsins

Vanda þarf til allra skrefa sem varða mál viðskiptavinar, frá upphafi til enda. Öll skref þurfa að undirstrika vörumerkjastefnu stofunnar. Taktu á móti viðskiptavini í takt við vörumerkjastefnuna, skipulegðu alla fundi með honum á sömu nótum, hagaðu samskiptum í tölvupósti/síma með sama hætti og lokaðu málinu með vönduðum frágangi.

Ef um stærri verkefni er að ræða, sem tekið hefur langan tíma, er við hæfi að afhenda skjöl málsins í flokkaðri möppu sem er merkt stofunni. Það undirstrikar gæði vinnunnar og skipuleg vinnubrögð að pakka henni inn í áþreifanlegan hlut og afhenda formlega.

Ókeypis skýrsla og ráðgjöf í 60 mín (gildir út 2014)

Við höfum í gegnum árin byggt upp mikla reynslu af vörumerkjastjórnun lögmannstofa. Við höfum tekið saman 12 síðna skýrslu þar sem við förum yfir hvert smáatriði af því sem skiptir máli fyrir íslenska lögmenn og vörumerki þeirra - allt frá myndmerkjum yfir í umhverfi á skrifstofu.

Ef þú vilt fá skýrsluna og/eða sérfræðing okkar til þín í ókeypis 60 mín spjall um vörumerkjamál, umgjörð, markaðssamskipti og aðra þætti sem sérsniðnir hafa verið að lögmönnum - hafðu þá samband við okkur í síma 546-8000 eða með tölvupósti í manor@manor.is. 

Við hvetjum þig einnig til þess að prófa Manor sem sérhannað var til þess að gera stofum mögulegt að standa undir því allra besta í vörumerkjamálum þegar kemur að málaumsýslu og tækni.