Manor

View Original

Fimm kerfi sem nær allir lögmenn nota

Lögmenn geta sparað verulegar fjárhæðir með því að nýta réttan hugbúnað í störfum sínum. Við vinnum með hundruðum lögmanna og tókum saman helstu kerfin. Auðvitað er listinn ekki tæmandi og margir sem nálgast tæknimálin með öðrum hætti en þetta er sú mynd sem blasir við okkur á degi hverjum.

  1. Office 365
    Það er ekki of sagt að Office 365 sé lykilkerfi hjá íslenskum lögmönnum. Hér fá þeir sitt aðal vinnutól Word ritvinnsluforritið og Excel töflureikni ásamt Outlook til afnota í skýinu sem hægt er að nota á vinnutölvunni og fartölvunni. Það fylgja reyndar fleiri forrit en þessi þrjú eru þau helstu. Office getur einnig hýst tölvupóstinn svo að útgjöld vegna póstþjóna er úr sögunni.
     

  2. Manor Legal
    Lykilatriði í rekstri er að halda utan um mál, tímaskráningar, skjöl, mætingar, útreikninga o.fl. svo að allt sé á réttum stað og að tekjur séu hámarkaðar. Manor er hjartað tölvumálum lögmanna sem heldur utan um allt sem máli skiptir. Stór hluti íslenskra lögmanna notar Manor á hverjum degi. Meira um Manor Legal hér.

  3. Manor Collect
    Óhætt er að segja að allir lögmenn sinna innheimtu með einum eða öðrum hætti, hvort sem það er einföld viðvörun, kröfubréf, greiðsluáskorun eða stefna. Í þessum tilvikum notar stór hluti lögmanna Manor Collect innheimtukerfið sem er fullbúið innheimtukerfi á öllum innheimtustigum. Meira um Manor Collect hér.

  4. Fons Juris
    Fons Juris er stórt og viðamikið safn af lögfræðilegum heimildum. Allt frá dómum, álitum, reglugerðum, úrskurðum yfir í fræðigreinar úr lögfræðilegum tímaritum. Í kerfinu geta lögmenn fundið á augabragði fræðilegar forsendur, fordæmi og sjónarmið sem skipta þá máli í daglegum störfum.

  5. DK / Regla / Stólpi
    Allir lögmenn þurfa að halda utan um fjárhag sinn með formlegum hætti og eru þar kerfin DK, Regla, Stólpi vinsæl og DK þeirra stærst. Manor tengist þessum kerfum með beinum hætti svo að lögmenn geta gefið út reikninga og sparað sér mörg handtök með því að nýta Manor og þessi fjárhagskerfi.

Þessu til viðbótar eru margir lögmenn hættir að reka eigin tölvukerfi (netþjónn á skrifstofunni) heldur nýta alfarið skýjalausnir á borð við Office365, Manor, Fons Juris og netlæg bókhaldskerfi. Þessi breyting sparar háar fjárhæðir.